Labels

Thursday, March 21, 2013

Kartöflusúpa




Ég hef alltaf verið mikið fyrir súpur. Mér finnst bæði gaman að elda þær og borða. Ég hef þó aldrei notið þess jafn mikið eins og eftir að ég varð vegan. Sú sem hefur verið í mínu uppáhaldi uppá síðkastið er kartöflu- og lauksúpa sem ég fann í sænskri uppskriftarbók. Mér hefur samt alltaf fundist eitthvað vanta í hana svo ég ákvað að búa til mína eigin útgáfu af kartöflusúpu. Ég var ekkert smá ánægð með útkomuna og hún skaust efst uppí fyrsta sæti. 



Hráefni:
1 kg skrældar kartöflur
5 sellerí stiklar
2 meðalstórir laukar eða 3 litlir
1 búnt af grænkáli
1 dós kókosmjólk
3 bollar grænmetissoð eða grænmetiskraftur blandaður í vatn
2 hvítlauksgeirar
2 msk ólífuolía



Skerið niður kartöflurnar, laukinn og sellerí og steikið í pottinum ásam tveim pressuðum hvítlauksgeirum. 

Þegar grænmetið er orðið svolítið mjúkt eða eftir sirka 7-8 mínútur er tími til að setja kókosmjólkina,grænmetissoðið/vatnið og grænkálið útí.

Súpan ætti að sjóða í um það bil 20 mínútur. Þegar hún er tilbúin maukiði hana. Þið getið annaðhvort notað töfrasprota eða blandara. Mér finnst best að mauka hana bara smá því ég vil hafa bita í henni. 

Brauðið frá Sandholti hentar vel sem meðlæti með súpunni. Mér finnst gott að rista brauðið og setja annaðhvort pestóið frá Sollu eða heimalagaðan hummus á. 
Eigiði góðan dag kæru vinir,
Helga María