Labels

Thursday, March 28, 2013

Grillaðar samlokur

Ég hef oft lent í því að fólk spyrji mig hvað í ósköpunum ég geti eiginlega fengið mér á brauð þar sem ég borða ekki lengur smjör, ost, skinku eða egg. Það vill nefnilega svo skemmtilega til að mér hefur aldrei þótt jafn gaman að búa mér til samlokur eins og eftir að ég var vegan. Möguleikarnir eru óteljandi og það eina sem þarf að gera er að hugsa aðeins út fyrir rammann. Ég ákvað að útbúa þrjár samlokur sem eru í uppáhaldi hjá mér þessa dagana. Það er hægt að gera þær allar í samlokugrilli en ég vel að nota ofninn frekar því mér finnst það langbest. Brauðin sem ég notaði eru úr Sandholti og hitta alltaf í mark. 

Samloka númer eitt:
Tvær brauðsneiðar
Rautt pestó frá Himneskt

Þrjár sneiðar af kúrbít sem ég steikti aðeins fyrir
Púrrulaukur
Rifinn soja ostur frá sheese
Salt og pipar






Samloka númer tvö:
Tvær brauðsneiðar
Hummus
Tómatur

klettasalat
púrrulaukur
tahini sósa(uppskrift hér)







Samloka númer þrjú:
Tvær brauðsneiðar
Hnetusmjör
Bananani
kanill







Nú ætla ég að njóta þess að vera komin í páskafrí og ég vona að þið gerið það sama.

Helga María.