Labels

Sunday, May 5, 2013

Bananaís með hnetusmjöri- og súkkulaðibragði!



Síðan ég fékk Yonanas vélina mína í jólagjöf hef ég verið dugleg að prófa mig áfram í ísgerð. Fyrir þá sem vita ekki hvað Yonanas er þá er Þetta vélin. Hún er keypt í Nettó og er svo sannarlega í miklu uppáhaldi hjá mér. Í gær gerði ég ís úr frosnum bönunum, hnetusmjöri og kakó. Hann var æðislegur og ég át hann upp til agna. 


Hráefni:

Sex frosnir bananar
tvær matskeiðar hnetusmjör
Ein matskeið kakó

Leyfið bönunum að vera uppi á borði í svona 7 mínútur. Þegar þeir hafa mýkst örlítið skuluði byrja á því að setja einn í vélina, setja svo smá hnetusmjör, smá kakó og annan banana og gera þetta svona koll af kolli. Það er ekkert mál að gera svona ís í blandara, það tekur bara aðeins meiri tíma.





Helga María