Þessi sveppasúpa er alveg frábær. Ég fékk uppskriftina hjá Viktoríu vinkonu minni eftir að hafa prófað milljón mismunandi uppskriftir og þessi fór strax í fyrsta sæti.
Súpan gæti ekki verið auðveldari og það tekur enga stund að búa hana til.
Hráefni:
350g Sveppir3 laukar
1-2 msk olía
2-3 msk kartöflumjöl
1,3 lítrar vatn
2 grænmetisteningar
1 dós kókosmjólk eða kókosrjómi
1/2 tsk múskat
1/2 tsk svartur pipar
1. Ég steikti sveppina og laukinn upp úr olíunni þar til það varð svolítið mjúkt.
2. Ég blandaði kartöflumjölinu saman við kalt vatn þar til það varð svolítið eins og mjúk leðja.
3. Blandaði því saman við sveppina og laukinn.
4. Eftir sirka 2 mín hellti ég vatninu og grænmetisteningunum út í og leyfði því að malla í 15-20 mínútur.
5. Að lokum bætti ég kókosmjólkinni og kryddunum saman við og leyfði því að malla í 5 mín á vægum hita.
Mér finnst rosa gott að bera súpuna fram með brauði og í dag var vegan naan brauð úr Iceland fyrir valinu.
Helga María