Thursday, April 25, 2013
Yndislegur sumarsmoothie
Í dag er sumardagurinn fyrsti. Sumarið ætlar þó greinilega ekki að láta sjá sig í dag en ég bjóst svosem ekkert við því frekar en seinustu árin. Ég er samt komin í sumarskap og veðrið fær ekki að eyðileggja það fyrir mér. Ég ákvað í morgun að gera mér uppáhalds smoothie-inn minn. Hann er yndislega ferskur og sumarlegur og ekki skemmir fyrir hvað hann er fáránlega bragðgóður.
Hráefni:
3 appelsínur
100g spínat
Full lúka af vínberjum
Lúka af frosnu mangó
Allt set í blandarann og blandað á fullu þangað til þetta er orðið silkimjúkt. Það tekur smástund og það þarf ekki að setja neinn vökva með því appelsínurnar sjá um það.
Gleðilegt sumar kæru vinir.
Helga María