Mér finnst hafragrautur mjög góður. Ég get þó orðið fljótt þreytt á þessum hefðbundna, svo ég hef verið að leika mér aðeins með uppskriftir.
Þessi grautur með eplum, kanil og valhnetum fannst mér algjör snilld.
1/3 bolli gróft haframjöl
1 msk chia fræ
1 tsk kanill
1/4 tsk engifer
1 og 1/4 bolli möndlu/soyja/hrís eða haframjólk
1 meðal stórt epli
Örlítið síróp
1/2 tsk vanilludropar
Setjið í pott og hrærið á meðalhita í sirka 8 mínútur. Hellið í skál og berið fram. Mér finnst gott að mylja nokkrar valhnetur ofan á en það er ekkert nauðsynlegt.
Helga María