Í morgun bakaði ég pönnukökur eftir uppskrift sem ég fékk hjá Júliu systur minni. Hún er miklu duglegri en ég að baka svo ég leita oft til hennar þegar mig vantar uppskriftir af gómsætum kökum.
Hráefni:
2 bollar hveiti
2 msk sykur
5 tsk lyftiduft
smá salt
2 bollar mjólk að eigin vali (Mér finnst best að nota hrísmjólk eða kókosmjólk)
4 msk matarolía
1 tsk vanilludropar
-Ég byrjaði á því að hita pönnu með smá olíu á meðalheitri hellu.
-Á meðan hún var að hitna blandaði ég þurrefnunum saman í skál.
-Næst bætti ég mjólkinni, olíunni og dropunum út í og hrærði þangað til deigið varð kekklaust.
-Þá var ekkert eftir annað en að steikja pönnukökurnar.
Við borðuðum pönnsurnar með sírópi og súkkulaði glassúr.
Glassúrinn gerði ég úr kókosmjólk, kakó, flórsykri og vanilludropum.
Mæli með því að prófa þessar um helgina. Þær munu ekki valda ykkur vonbrigðum ;)
Helga María