Wednesday, May 7, 2014
Kókos-karrýréttur
Þessi karrýréttur er í algjöru uppáhaldi hjá mér og ég bara fæ ekki nóg. Eftir að hafa prófað alls konar uppskriftir af svipuðum réttum á netinu ákvað ég að búa bara til mína eigin og setja í hana það sem mér finnst best úr hverjum rétti fyrir sig.
Þetta var útkoman:
3 frekar stórar kartöflur
1/2 stór sæt kartafla eða 1 lítil
1 risa gulrót
1 laukur
1 rauð paprika
2 400ml dósir kókosmjólk
1 dós kjúklingabaunir
5 kúlur frosið spínat
Karrý
Reykt paprika
Engifer
Salt
Ég byrjaði á því að setja í pott allt grænmetið (nema spínatið) og kókosmjólkina.
Þegar það var búið að sjóða þangað til kartöflurnar eru orðnar svolítið mjúkar bætti ég baununum, spínatinu og kryddinu útí og sauð þangað til allt var orðið rosa mjúkt og fínt.
Ég mæli kryddið aldrei sérstaklega heldur smakka bara til.
Ég sauð mér hrísgrjón með þessu og finnst það eiginlega ómissandi. Það er hægt að nota hvít, brún eða quinoa jafnvel :)
Helga María