Hádegismaturinn í dag samastóð afgöngum.
Í ísskápnum átti ég:
nokkra sveppi,
hálfan rauðlauk,
hálfa græna papriku,
sólþurrkaða tómata,
smá spínat og
hálft tófústykki.
Ég ákvað því að búa mér til núðlurétt. Ég byrjaði á því að steikja tófúið þangað til það var orðið svolítið stökkt, tók það svo til hliðar og setti grænmetið á pönnuna. Þegar það var tilbúið tók ég það einnig af pönnunni og skellti núðlunum á með smá vatni. Þær eru mjög fljótar að verða tilbúnar svo það þarf að fylgjast með þeim. Þegar þær voru orðnar mjúkar skellti ég grænmetinu og tófúinu á pönnuna ásamt fersku spínati og hrærði saman. Mér finnst rosa gott að setja smá sweet chilli sósu á núðlurnar þegar þær eru alveg tilbúar.
Helga María