Banana og spínat smoothie :)
Mér finnst best að byrja daginn minn á stórum smoothie. Ég er að reyna að venja mig á það að borða meira af grænu grænmeti svo ég setti útí hann mikið af fersku spínati. Innihaldið var nú ekki flókið að þessu sinni:
Fjórir bananar
Tvær lúkur af fersku spínati
Einn bolli frosinn ananas
Sat úti og naut þess að drekka í mig vítamínin úr sólinni og morgunmatnum :)
Helga María