Labels

Sunday, May 4, 2014

Penne pasta með spínati og sólþurrkuðum tómötum


Þessi réttur er eiginlega of auðveldur og fljótlegur að það taki því að setja hann hérna inn en hann er bara svo ótrúlega bragðgóður að ég varð.

Ég sauð í potti heilhveiti penne pasta frá Sollu
Um leið og það var tilbúið helti ég af því vatninu og setti útí pottinn sólþurrkaða tómata sem ég hafði skorið niður og ferskt spínat.
Ég hrærði þessu saman í smá stund á heitri hellu.
Þegar spínatið var orðið svolítið mjúkt tók ég pottinn af og át af bestu lyst.

Mér finnst engin þörf á því að salta pastað sérstaklega þar sem tómatarnir gefa mikið bragð. Ég hef verið að taka mig aðeins á í saltinu svo ég reyni að nota það eins lítið og ég mögulega get :)


Helga María