Labels

Sunday, July 6, 2014

Datorade - döðlu smoothie


Döðlur, döðlur, döðlur!  Hvar væri ég án þeirra? Ég hreinlega þori ekki að hugsa um það.
Lengi vel hélt ég að mér þættu þær hrikalega vondar. Þá hafði ég smakkað þær nokkrum sinnum þurrkaðar úr poka og þær voru voðalega óspennandi.
Það var ekki fyrr en fyrir nokkrum árum sem ég smakkaði ferskar döðlur. Þær fást í flestum búðum og koma í kassa. Þær eru gjörsamlega allt annar handleggur. Unaðslegar á bragðið og silkimjúkar. Þó þykir mér mikilvægt að taka það fram að inní þeim er steinn sem þarf að fjarlægja áður en ráðist er til atlögu, ég vil síður bera ábyrgð á því að fólk brjóti í sér tennurnar :)
Eftir að ég fékk mína fyrstu alvöru döðlu var ekki aftur snúið. Ég hef notað þær óhemju mikið síðan. Hvort sem það er í salöt, smoothie, út á hafragraut eða bara einar og sér.
Ég ætla að deila með ykkur uppáhalds döðlu uppskriftinni minni. 




Datorade!
Þessi drykkur er ólíkur öllu sem ég hef smakkað, en ef ég virkilega þyrfti að líka honum við eitthvað myndi ég segja að hann minni helst á nokkurskonar karamellu-kanil íslatte.
Drykkurinn er léttur og svalandi og froðan sem sest efst er æði. Í alvöru, hver þarf kaffi þegar maður getur byrjað daginn á þessari snilld?

Uppskriftina fékk ég hjá Freelee. Ég hef fylgst með henni á youtube í 3 ár sirka og finnst hún alveg frábær.
Uppskriftin gæti ekki verið auðveldari en ég hendi í blandarann:
*10-15 döðlum (muna að taka steininn úr)
*1L af vatni eða 1/2 l vatni og 1/2 l hrísmjólk
*1msk kanil
*Nokkrum klökum


Blanda þessu saman þangað til úr verður silkimjúkur döðludrykkur, eða datorade! :)

Ég vona innilega að einhver leggi í að prófa þennan drykk því hann mun ekki valda ykkur vonbrigðum.

Helga María