Labels

Thursday, September 4, 2014

Heilsublað Nettó - Pastasalat

Í dag kom út heilsublað Nettó. Ég var fengin, ásamt nokkrum öðrum, til þess að útbúa mitt eftirlætis nesti. Nettó eru að selja Sistema nestisbox sem koma í alls konar stærðum og gerðum. Boxið sem ég valdi mér var tvískipt og ákvað ég að gera fljótlegt og bragðgott pastasalat og berjablöndu með súkkulaði og kasjúhnetum. 



Pastasalat: 
1 1/2 Bolli pasta
1 Lítill haus spergilkál
1/2 Paprika
1/2 Bolli sólþurrkaðir tómatar
2 Stönglar af vorlauk
1/2 Ferskur rauður chili pipar, fræhreinsaður
1 Hvítlauksgeiri
1/2 Bolli hráar pistasíur
Maldon salt og svartur pipar eftir smekk

Pastað soðið í u.þ.b 9 mínútur og grænmetið skorið niður á meðan.
Vatninu hellt úr pottinum og spergilkálið sett saman við pastað og látið standa á kaldri hellu í nokkrar mínútur. Með þessu móti elda ég ekki spergilkálið en það mýkist heilmikið á því að liggja í heitu pastanu. 

Pastanu er svo að lokum blandað við skorið grænmetið og rifinn hvítlaukinn.

Berjablanda:
1 Askja fersk jarðaber
1 Askja fersk bláber
1 Askja fersk brómber
Nokkrir bitar af balance vegan súkkulaði
Nokkrar lífrænar kasjúhnetur

Það var ótrúlega gaman að taka þátt í þessu verkefni og ég mæli með því að allir lesi heilsublaðið. Það er fullt af skemmtilegum uppskriftum og fróðleik. 

Helga María