Labels

Monday, September 8, 2014

Hrísgrjónanúðlur með tófú og grænmeti


Systir mín kom og gisti hjá mér nokkrar nætur í vikunni. Okkur finnst báðum ótrúlega gaman að elda svo þegar við komum saman gerum við varla annað en að elda, baka og borða.
Ég kíkti á Víetnamska markaðinn á Suðurlandsbraut fyrir stuttu og keypti mér þunnar hrísgrjónanúðlur. Við systur ákváðum að prófa þær og gerðum núðlurétt sem var bæði mjög bragðgóður og fljótlegur.  



Hráefni: 
Sirka 1/2 pakki hrísgrjónanúðlur
1/2 tófústykki - pressað og þurrkað
1/2 Kúrbítur
1 Paprika
1 Vorlaukur
150 g Sveppir
2 Gulrætur skornar í ræmur
1 Hvítlauksgeiri
Nokkrar kasjúhnetur
Soyasósa eftir smekk
Sesamolía eftir smekk

Aðferð:

-Við byrjuðum á því að skera tófú í litla teninga og steikja ásamt kasjúhnetum upp úr soyasósu og sesamolíu. Þegar tófúið var orðið vel stökkt og fínt tókum við það til hliðar. 
- Næst steiktum við grænmetið og rifum hvítlaukinn ofan á. Mér finnst oft fínt að setja hvítlaukinn aðeins seinna vegna þess að hann er mun líklegri til þess að brenna.
- Á meðan grænmetið var að steikjast suðum við núðlurnar. Það þarf að fylgjast vel með þeim því þær eru fljótar að verða tilbúnar.
- Að lokum bættum við öllu saman á pönnuna, bættum slatta af soyasósu og sesamolíu út í og leyfðum réttinum að malla í nokkrar mínútur.

Helga María