Labels

Thursday, October 2, 2014

Spagetti með "kjötbollum" og grænmeti


Júlía systir mín hefur verið í heimsókn hjá mér seinustu daga. Þegar við komum saman er mikil gleði og þá ekki síst í eldhúsinu. Okkur finnst báðum rosalega gaman að elda og enn skemmtilegra að borða.
Í kvöld gerðum við okkur spagetti með "kjötbollum" og grænmeti. Við notuðum bollurnar frá sænska merkinu Anamma. Þær eru æðislegar á bragðið og fullkomnar í þennan rétt.

Hráefni:
100g Spelt spagettí
1 Lítill haus spergilkál
1 Gulur laukur
1/2 Askja kastaníusveppir
1 Hvítlauksgeiri
1 Rauð paprika
2 Dósir niðursoðnir tómatar frá Hunt's - garlic and basil
1 Tsk grænmetiskraftur
Salt&pipar eftir smekk

Aðferð:
1. Byrjið á því að sjóða pasta eftir leiðbeiningum á pakkanum.


2. Hitið olíu á pönnu og steikið grænmetið í ca 5 minútur

3. Bætið kjötbollunum út í og steikið þar til bollurnar verða örlítið mjúkar.

4. Hellið tómötunum útá pönnuna, ásamt grænmetiskrafti, salti og pipar og leyfið þessu að malla í ca. 10 mínútur.

5. Hellið vatninu af pastanu og berið fram. 


Verði ykkur að góðu.
Helga María