Labels

Wednesday, November 5, 2014

Tófúhræra með kínóa og grænmeti


Tófúhræra er mjög þægilegur og góður réttur. Mér finnst mjög hentugt
að búa til rétti þar sem ég get nýtt afganga og tófúhræra er einmitt tilvalin í svoleiðis, hvort sem þú átt afgang af soðnum hrísgrjónum, kartöflum eða átt grænmeti inni í ísskáp sem er algjörlega á seinasta séns.


1 tófústykki
1 lítill gulur laukur
1/2 rauð paprika
1/2 haus spergilkál
1/2 askja sveppir
Grænmetiskraftur
Salt
Pipar
1 tsk Hvítlauksduft
1/2 tsk túmerik
2 msk næringarger
Vatn eftir smekk
1 bolli kínóa á móti 2 bollum að vatni
(Ég sýð kínóa í potti og set yfirleitt 1 bolla kínóa og 2 bolla vatn og bæti örlitlum græmetiskrafti úti. - Athugið að þetta er of mikið magn af kínóa til að setja út í eina hræru og geri ég það viljandi því ég elska að eiga soðið kínóa í boxi inní ísskáp sem ég get notað í hádegismat eða þegar ég hef lítinn tíma til þess að útbúa mat.)



1.Ég byrjaði á því að skera niður grænmetið og skellti því á pönnuna.  Á sama tíma byrjaði ég að sjóða kínóa í öðrum potti.

2. Því næst muldi ég tófúið niður með höndunum yfir grænmetið og blandaði vel saman.

3. Mér finnst áferðin á hrærunni verða betri ef maður eldar hana uppúr vatni frekar en að steikja hana svo ég bæti alltaf örlitlu vatni í einu þangað til hún verður tilbúin.

4. Þegar hræran var búin að malla í sirka 10 mín bætti ég kryddunum útí og leyfði þessu að malla í sirka 5 mínútur í viðbót.

5. Að lokum blandaði ég eins miklu kínóa útí og mér fannst passa. 

***

Þessi hráefnalisti er svo sannarlega ekkert heilagur. Ég geri hræruna eiginlega aldrei eins í hvert skipti og mér finnst mjög gaman að prófa mig áfram með mismunandi hráefni og ég get eiginlega sagt að hún komi alltaf vel út sama hvað manni dettur í hug að henda útí hana :)

Helga María